Deirdre
Nafn: Deirdre Clark
Aldur: 27
Heimaland: Bandaríkin/Kanada
Ég er doktorsnemi og kem frá Bandaríkjunum og Kanada. Ég starfa við Háskóla Íslands. Myndi líklegast segja að ég ynni við frumrannsóknir. Ég hef verið á Íslandi í u.þ.b. eitt og hálft ár. Meistaranámið stundaði ég við háskólann í Utrecht í Hollandi en BSC-gráðuna fékk ég frá skóla í Washington DC.
Hvað pirrar þig mest við dvölina hér? Veðrið getur verið frekar leiðinlegt. Á veturna er sólarupprásin líka fremur seint svo það getur verið erfitt að fara á fætur á morgnana. En náttúran er stórkostleg hér, ekki síst sólsetrið - svo það jafnast svolítið út.
Hvers saknarðu helst að heiman? Ég hugsa að ég myndi fara oftar út að borða heima, hitta fólkið mitt og vinina; þeir eru aðeins of langt í burtu núna. Og ég væri líka alveg til í að komast oftar til annarrar og stærri borgar; ég sakna þess þótt Reykjavík sé alveg ágætlega stór.
Hvað með matinn? Þegar maður fer í rannsóknarvinnu út á land borðum við helst eitthvað létt og fljótlegt. Það fer samt eftir því hversu mikið er að gera hjá okkur. Maturinn er þá svona pínulítið skárri útgáfa af útilegumat.
Leiðist þér stundum hér? Nei, eiginlega ekki. Það er alltaf nóg að gera og maður þarf að skila af sér verkefnum. Svo er maður alltaf með öðru fólki, sjaldan einsamall. Kannski má þó segja að lífið geti stundum verði svolítið einhæft hér.