Mexíkósk eggjahræra - "Migas"
- 20 Mins
- 10 Ingredients
- Medium
Ef þú færð aldrei nóg af mexíkóskum mat er þetta morgunverður að þínu skapi! Mexikóskar "Migas" er eggjaréttur sem útbúinn er á pönnu og borinn fram með flögum, salsa, lárperum og kóríander. Prófaðu - þetta er bragðgóður og matarmikill morgunverður!
What to shop
Serves {0} portions
Migas |
---|
0.5 laukur |
1 msk Santa Maria Red Jalapeño |
1 msk ólívuolía |
8 egg |
1.5 dl (100 g) rifinn ostur |
1 tsk salt |
Meðlæti |
---|
0.5 poki Santa Maria Tortilla Chips Salted |
1 krukka Santa Maria Chunky Salsa Medium 230 g |
1 avókadó |
1 lófafylli ferskur kóriander (eða 2 msk saxaður graslaukur) |
How to prepare
- Steiktu laukinn og jalapeño-piparinn í ólívuolíu við meðalhita.
- Hrærðu létt saman í skál eggjunum, rifna ostinum og salti.
- Helltu eggjahrærunni yfir grænmetið á pönnunni og leyfðu henni að taka sig í u.þ.b. hálfa mínútu. Þá skaltu ýta aðeins við eggjunum með trésleif hér og hvar þar til þau eru elduð - en þó enn mjúk.
- Gott er að mylja svolítið af tortilla flögum og sáldra yfir eggjahræruna sem og söxuðum kóríander eða graslauk og bera svo fram með salsa og avókadó í sneiðum.
Mexíkóska eggjahræran (Migas) er hinn fullkomni og einfaldi morgunmatur! Hún hentar líka vel á hlaðborðinu fyrir hátíðarbrönsinn - og þá jafnvel spariútgáfan með beikoni, hráskinku og steiktum kartöflum.